
Nokia Kort
Veldu >
GPS
>
Kort
.
Með kortum geturðu séð staðsetningu þína, skoðað kort yfir ýmsar borgir og lönd, leitað að heimilisföngum og áhugaverðum
stöðum og gert leiðaráætlanir milli staða, vistað staði sem leiðarmerki og sent þau í samhæf tæki. Einnig er hægt að kaupa
aukaþjónustu, eins og handbækur og ítarlega leiðsagnarþjónustu með raddleiðsögn.
Þegar þú notar Kort í fyrsta skipti þarftu e.t.v. að tilgreina netaðgangsstað til að geta hlaðið niður kortaupplýsingum fyrir
staðsetningu þína. Hægt er að breyta sjálfgefnum aðgangsstað síðar með því að velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Net
>
Sjálfg.
aðgangsstaður
.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leiti. Aldrei skal treysta eingöngu á kort sem ætluð eru til
notkunar með þessu tæki.