
Aukaþjónusta fyrir Kort
Hægt er að kaupa ítarlega leiðsagnarþjónustu með raddleiðsögn fyrir kortaforritið. Einnig er hægt að kaupa og hlaða niður
mismunandi handbókum, t.d. borgar- og ferðahandbókum, fyrir mismunandi borgir. Sóttar handbækur vistast sjálfkrafa í
tækinu.
Leyfið sem keypt er fyrir handbók eða leiðsögn er bundið við tækið og ekki er hægt að flytja það í annað tæki.
Leiðsögn
Til að kaupa leiðsagnarþjónustu með raddleiðsögn velurðu
Valkostir
>
Viðbótarþjónusta
>
Viðb. leiðsögn
.
Þegar leið hefur verið búin til í kortaforritinu er hægt að hefja leiðsögn til viðkomandi áfangastaðar með GPS og nota
raddstýringu með því að velja
Valkostir
>
Ræsa leiðsögn
. Einnig her hægt að hefja leiðsögn með því að velja hvaða stað sem
er á kortinu eða á niðurstöðulista og svo
Fá leiðsögn til
.
Þegar leiðsögn er notuð í fyrsta sinn er farið fram á að þú veljið tungumál raddleiðsagnar og hlaðið er niður leiðsagnarskrám
á því tungumáli sem valið er. Einnig er hægt að hlaða niður raddleiðsagnarskrám með Nokia Map Loader. Hægt er að skipta um
tungumál síðar með því að velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Almennt
>
Raddleiðsögn
á aðalskjá kortaforritsins.
Til að fleygja leiðinni sem var búin til og nota aðra leið velurðu
Valkostir
>
Önnur leið
.
Til að skoða eingöngu næstu beygjur og fela kortið skaltu velja
Valkostir
>
Kortavalkostir
>
Örvastilling
.
To stop navigation, select
Valkostir
>
Stöðva leiðsögn
.
Handbækur
Til að kaupa og hlaða niður handbókum velurðu
Valkostir
>
Viðbótarþjónusta
>
Handbækur
. Handbækur veita upplýsingar
um vinsæla staði, veitingastaði, hótel og aðra áhugaverða staði. Hlaða verður niður handbókunum og kaupa þær áður en þær
eru notaðar.
Til að hlaða niður nýrri handbók í tækið flettirðu að næsta flipa fyrir handbækur (eða flipa fyrir allar handbækur), velur handbók
og svo
Í lagi
. Kaupferlið hefst sjálfkrafa Hægt er að greiða fyrir handbækur með kreditkorti eða með því að skuldfært upphæðina
á símreikninginn, ef símafyrirtækið styður það.
Kaupin eru staðfest með því að velja
Í lagi
tvisvar. Til að fá staðfestingu á kaupunum í tölvupósti skaltu slá inn nafn þitt og
netfang og velja
Í lagi
.
Til að skoða sótta handbók flettirðu á handbókarflipann og velur handbók og undirflokk, ef hann er til staðar.