Hlaða niður kortum
Þegar flett er um kortið á skjánum, t.d. til að skoða annað land, er öðru korti hlaðið niður sjálfkrafa. Sótt kort eru ókeypis en
niðurhal getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar. Hafðu samband við þjónustuveituna til að
fá upplýsingar um gjöld fyrir gagnasendingar.
Hægt er að skoða upplýsingar um flutt gögn í gagnateljaranum (kB) á skjánum. Teljarinn sýnir umferð þegar kort eru skoðuð,
leiðir búnar til og leitað er að staðsetningum á netinu.
Til að koma í veg fyrir að tækið sæki kort sjálfkrafa á internetinu, t.d. þegar þú ert utan heimafarsímakerfis þíns, skaltu velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Net
>
Nota net
>
Slökkt
.
Hægt er að fá tilkynningu senda þegar tækið finnur símkerfi utan heimasímkerfisins með því að velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Net
>
Viðvörun um reiki
>
Kveikt
.
Hægt er að stilla stærð skyndiminnis sem notað er til að vista kort eða raddleiðsagnarskrár með því að velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Net
>
Hámarksminni minniskorts (%)
. Þessi valkostur er aðeins tiltækur þegar samhæft minniskort er í tækinu.
Þegar minnið er orðið fullt er elstu kortunum eytt. Ekki er hægt að tæma skyndiminnið.
Nokia Map Loader
Nokia Map Loader er hugbúnaður fyrir tölvur sem hægt er að nota til að hlaða niður kortum um mismunandi lönd og setja þau
upp í tækinu eða á minniskorti (ef það er í tækinu). Einnig er hægt að nota það til að hlaða niður raddskrám fyrir ítarlega
leiðsögn.
Setja verður Nokia Map Loader upp á tölvu áður en hægt er að nota það. Hægt er að hlaða tölvuhugbúnaðinum niður af
internetinu á www.nokia.com/maps.
Nauðsynlegt er að nota Nokia Kort áður en hægt er að nota Nokia Map Loader. Nokia Map Loader notar upplýsingar um kortasögu
til að kanna hvaða útgáfu af kortagögnum á að hlaða niður.
Eftir að hugbúnaðurinn hefur verið settur upp á tölvu er kortum hlaðið niður á eftirfarandi hátt:
1. Tengdu tækið við tölvuna með samhæfri USB-gagnasnúru.
2. Opnaðu Nokia Map Loader í tölvunni. Nokia Map Loader kannar hvaða útgáfu af kortagögnum hann á að hlaða niður.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
53
3. Veldu kort eða raddleiðsagnarskrár sem þú vilt hlaða niður og settu þær upp í tækinu eftir að þær hafa borist.