
Skoða kort
Umfang korta er misjafnt eftir löndum.
Þegar kortaforritið er opnað dregur forritið inn að þeirri staðsetningu sem vistuð var síðast þegar það var notað. Ef engin
staðsetning var vistuð dregur það inn að höfuðborg þess lands sem þú ert í, byggt á þeim upplýsingum sem tækið fær frá
farsímakerfinu. Á sama tíma er korti staðsetningarinnar hlaðið niður, ef því hefur ekki verið hlaðið niður áður.
Til að koma á GPS-tengingu og draga inn að staðsetningu þinni velurðu
Valkostir
>
Finna stað
>
GPS-staðsetning [0]
eða ýtir
á 0. Núverandi staðsetning þín er merkt á kortinu með .
Flettu upp niður, til hægri eða vinstri, til að færa þig um síðuna.
Til að skipta á milli tvívíddar og þrívíddar velurðu
Valkostir
>
Kortavalkostir
>
2D/3D
.
Til að finna staðsetningu velurðu
Valkostir
>
Finna stað
.
Til að nota staðsetningu á kortinu, t.d. sem upphafspunkt leitar, til að skipuleggja leið, skoða upplýsingar um hana, eða hefja
leiðsögn (viðbótarþjónusta), ýtirðu á skruntakkann og velur viðeigandi valkost.
Ýttu á * til að stækka og # til að minnka.
Til að tilgreina hvaða áhugaverðu staðir sjást á kortinu velurðu
Valkostir
>
Kortavalkostir
>
Flokkar
.
Til að taka skjámynd af staðsetningunni velurðu
Vista
>
Sem mynd
. Skjámyndin er vistuð í Galleríinu.
Til að vista staðsetningu sem leiðarmerki ýtirðu á skruntakkann og velur
Vista
>
Sem kennileiti
.
Hægt er aðskoða vistuð leiðarmerki með því að velja
Valkostir
>
Finna stað
>
Kennileiti
.
Leiðarmerki er sent til samhæfs tækis með því að ýta á skruntakkann og velja
Senda
. Ef senda á leiðarmerkið í textaskilaboðum
er upplýsingunum breytt í venjulegan texta.
Til að stilla netkerfi, framsendingu og almenna uppsetningu skaltu velja
Valkostir
>
Stillingar
.