Nokia E90 Communicator - Minniskort

background image

um símafyrirtækið þitt og tengiliði, svo dæmi sé tekið. Minniskort er notað sem ytri gagnamiðill fyrir hugbúnað, myndir, tónlist,

tengiliði, texta eða hvers kyns önnur gögn á rafrænu formi. Hægt er að fá minniskort með miklu geymslurými.
Hægt er að sjá hversu mikið minni er í notkun, hversu mikið minni er laust og hversu mikið minni hver tegund gagna notar með

því að velja >

Valkostir

>

Upplýsingar um minni

>

Minni símans

eða

Minniskort

.

Ábending: Til að tryggja að nægt minni sé til staðar ættir þú reglulega að eyða gögnum eða flytja þau yfir á minniskort

eða tölvu.

Minniskort

Veldu >

Verkfæri

>

Minni

.

Ef þú notar minniskort úr öðru tæki, eða ef þú vilt tryggja samhæfni minniskortsins við Nokia tækið þitt, þarftu e.t.v. að forsníða

minniskortið með Nokia tækinu þínu. Þegar minniskort er forsniðið eyðileggjast öll gögn sem vistuð eru á kortinu.
Hægt er að setja minniskort í tækið eða taka það úr án þess að fjarlægja þurfi rafhlöðuna eða slökkva á tækinu. Taktu

minniskortið ekki úr tækinu meðan það er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á

minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
Ef ekki er hægt að nota minniskort í tækinu getur verið að það sé af rangri gerð, ekki forsniðið fyrir tækið eða skráakerfi þess