
Skipta úr símaviðmóti yfir í communicator
Forritin og virknin á loki tækisins er hið sama og á communicator. Ef þú notar forrit á lokinu og opnar síðan communicator er
forritið sýnt á communicator-skjánum í sömu stöðu og það var í á lokinu. Það slokknar á ytri skjánum. Ef þú skiptir aftur yfir í
símaviðmótið skaltu ýta á á lokinu í nokkrar sekúndur til að opna lista yfir virk forrit. Veldu forritið sem þú varst að nota. Til
að láta forritið halda sjálfkrafa áfram á lokinu velurðu >
Verkfæri
>
Stillingar
>
Almennar
>
Sérstillingar
>
Skjár
>
Ytri
skjár á borð
>
Slökkt
.
Sum forrit innihalda forskoðunarrúðu þegar þau eru skoðuð úr communicator-skjánum. Forskoðunarrúðan er aðeins til
skoðunar; ekki er hægt að velja eða opna hluti úr henni.
Ef þú ert með símtal eða netsímtal í gangi og skiptir úr símaviðmóti í communicator virkjast hátalarinn sjálfkrafa. Þegar
communicator er lokað slokknar á hljóðinu í hátalaranum og hljóðið kemur gegnum heyrnartólið. Ef þú ert með myndsímtal í
gangi og notar símaviðmótið er myndavélin aftan á tækinu notuð. Þegar communicator er opnaður er myndavélin á
communicator notuð.