Valmynd
Valmyndin er upphafsstaður þar sem þú getur opnað öll forrit í tækinu eða á minniskorti. Valmyndin inniheldur forrit og möppur,
þar sem er að finna forrit af svipaðri gerð.
Öll forrit sem þú setur upp í tækinu eru sjálfkrafa vistuð í möppunni
Uppsetn.
.
Forrit er opnað með því að velja það og ýta á skruntakkann.
Til að skoða forritin í lista skaltu velja
Valkostir
>
Breyta útliti
>
Sem listi
. Veldu
Valkostir
>
Breyta útliti
>
Töfluform
til að
skipta aftur yfir í töfluformið.
Til að nota hreyfimyndir sem tákn fyrir forrit og möppur velurðu
Valkostir
>
Hreyfing tákna
>
Kveikt
.
Veldu
Valkostir
>
Upplýsingar um minni
til að sjá hversu mikið minni mismunandi forrit og gögn taka í innra minni tækisins
eða á minniskorti, sem og til að sjá hversu mikið minni er laust.
Veldu
Valkostir
>
Ný mappa
til að búa til nýja möppu.
Veldu
Valkostir
>
Endurnefna
til að gefa nýrri möppu heiti.
Til að endurskipuleggja möppuna skaltu fletta að því forriti sem þú vilt færa og velja
Valkostir
>
Færa
. Merki er sett til hliðar
við forritið. Flettu að nýju staðsetningunni og veldu
Í lagi
.
Til að færa forrit í aðra möppu skaltu fletta að forritinu sem þú vilt færa og velja
Valkostir
>
Færa í möppu
, velja svo nýju
möppuna og
Í lagi
.
Til að hlaða niður forritum af vefnum velurðu
Valkostir
>
Sækja forrit
.