
Kyrrmyndastillingar
Til að velja stillingar fyrir kyrrmyndir velurðu
Valkostir
>
Stillingar
og svo úr eftirfarandi:
•
Myndgæði
— Veldu myndgæðin sem þú vilt nota.
•
Setja inn í albúm
— Veldu möppu til að vista myndina í Gallerí.
•
Sýna teknar myndir
— Veldu hvort þú vilt sjá myndina eftir að hún er tekin eða halda strax áfram að taka myndir.
•
Sjálfgefið heiti myndar
— Veldu sjálfgefið heiti fyrir myndirnar sem eru teknar.
•
Aukin stafræn stækkun
— Veldu hvort stækkunarbil eiga að vera jöfn og samfelld milli stafrænnar og aukinnar stafrænnar
stækkunar. Ef þú vilt takmarka stækkunina þannig að myndgæðin minnki ekki skaltu velja
Slökkt
.
•
Myndatökuhljóð
— Veldu tóninn sem þú vilt heyra þegar þú tekur mynd.
•
Minni í notkun
— Veldu hvar myndir eru vistaðar.
•
Upprunarlegar stillingar
— Veldu að endurstilla stillingar myndavélarinnar á sjálfgefin gildi.