
Þráðlaust lyklaborð
Veldu >
Skrifstofa
>
Þráðl. lyklaborð
.
Þráðlausa lyklaborðsforritið er notað til að setja upp þráðlaust Nokia lyklaborð, eða annað lyklaborð sem styður HID-sniðið
(Human Interface Devices), fyrir tækið.
Tengst við lyklaborðið
1. Kveiktu á Bluetooth-tengingu tækisins: veldu >
Tengingar
>
Bluetooth
>
Bluetooth
>
Kveikt
.
2. Kveiktu á þráðlausa lyklaborðinu.
3. Veldu >
Skrifstofa
>
Þráðl. lyklaborð
>
Valkostir
>
Finna lyklaborð
til að hefja leit að Bluetooth-tækjum.
4. Veldu lyklaborðið af listanum og ýttu á skruntakkann til að koma á tengingunni.
5. Til að para lyklaborðið við tækið slærðu lykilorð að eigin vali (1–9 tölustafir) inn í tækið og sama lykilorðið á lyklaborðið.
6. Ef beðið er um að gerð lyklaborðsins sé tilgreind skaltu velja hana af listanum.
Þegar heiti lyklaborðsins birtist á skjá tækisins breytist staða þess í
Lyklaborð tengt
og græna stöðuljósið logar. Þá er lyklaborðið
tilbúið til notkunar.
Lyklaborðið aftengt
Til að loka Bluetooth-tengingunni en keyra forrit þráðlausa lyklaborðsins áfram velurðu
Valkostir
>
Lyklaborð aftengt
.
Til að aftengja lyklaborðið og rjúfa Bluetooth-tenginguna velurðu >
Tengingar
>
Bluetooth
>
Bluetooth
>
Slökkt
.
Nánari upplýsingar um notkun og viðhald lyklaborðsins er að finna í notendahandbók þess.