Nokia E90 Communicator - Nokia Vinnuhópur 

background image

Nokia Vinnuhópur

Veldu >

Skrifstofa

>

Samvinna

.

© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

40

background image

Með Nokia Vinnuhópi geturðu búið til, breytt og eytt hópum, sent skilaboð til þeirra, skoðað vefsíður og samskiptasögu þeirra,

og hringt í hópa.
Til að búa til nýjan hóp velurðu

Valkostir

>

Hópur

>

Búa til nýjan

. Gefðu hópnum heiti og sláðu inn þjónustuupplýsingar

símafunda, ef þess er þörf. Veldu svo meðlimi hópsins.
Til að velja aðgerð skaltu fyrst velja hópinn sem beita á aðgerðinni á, síðan flettirðu til hægri að aðgerðastikunni og velur

viðeigandi aðgerð. Ef þú vilt ekki nota valkostinn fyrir alla meðlimi hópsins opnarðu hópinn og velur þá meðlimi sem þú vilt.

Veldu svo valkost.
Til að velja aðra valkosti en þá sem sjást á valstikunni velurðu

Valkostir

>

Aðgerðir

. Eftirfarandi valkostir eru í boði:

Símtal

— Til að hringja í hópinn eða valda meðlimi hans. Hringt er í einn meðlim í einu og þeir eru settir í bið þar til símtalið

er gert að símafundi (sérþjónusta). Hámarksfjöldi þátttakanda veltur á sérþjónustunni.

Búa til skilaboð

— Til að senda textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð eða tölvupóst til hópsins eða meðlima hans.

Fundarþjónusta

— Til að hringja í fundarþjónustuna (sérþjónustuna) sem hefur verið valin fyrir tiltekinn hóp.

Samskiptaskrá

— Til að skoða samskiptaskrána fyrir hópinn eða valda meðlimi hans.

Virkir minnismiðar

— Skrifa og lesa minnismiða sem tengjast hópnum.

Liðsleit

— Til að leita að efni tengdu hópnum eða meðlimum hans.

Kallkerfi

— Til að tala við hópinn eða valda meðlimi hans með kallkerfinu (sérþjónusta).

Vefbókamerki liðs

— Til að opna bókamerkjamöppuna sem inniheldur vefsíður hópsins.

Til að velja hvaða valkostir sjást í valstikunni og í hvaða röð velurðu

Valkostir

>

Stillingar

>

Tákn á stöðustiku

.