
Skilaboðalestur
Skilaboðalesarinn les móttekin skilaboð upphátt.
Til að spila skilaboð heldurðu vinstri valtakkanum inni þegar þér berast textaskilaboð.
Til að byrja að lesa skilaboð í innhólfi eða pósthólfi skaltu velja
Valkostir
>
Hlusta
.
Flettu niður til að lesa næstu skilaboð í innhólfinu eða pósthólfinu. Flettu upp til að lesa skilaboðin aftur. Flettu upp í upphafi
skilaboða til að hlusta á skilaboðin á undan.
Flettu til hægri eða vinstri til að stilla hljóðstyrkinn.
Til að gera hlé á lestrinum ýtirðu snöggt á vinstri valtakkann. Til að halda áfram ýtirðu aftur stutt á vinstri valtakkann.
Lestrinum er lokið með því að ýta á hætta-takkann.
Veldu >
Verkfæri
>
Talgervill
til að stilla raddeiginleika.