
sýnd sem stjörnur. Þegar númeri er breytt skaltu slá inn núgildandi númer og síðan nýja númerið tvisvar.
Öryggi tækis og SIM-korts
Til að breyta PIN/UPIN-númerinu velurðu
Sími og SIM-kort
>
PIN-númer
. Nýja númerið verður að vera 4 til 8 tölustafir að lengd.
PIN/UPIN-númerið fylgir með SIM/USIM-kortinu og kemur í veg fyrir að hægt sé að nota SIM/USIM-kortið í leyfisleysi. Ef rangt
PIN/UPIN-númer er slegið inn þrisvar sinnum í röð lokast númerið og nauðsynlegt er að opna það með PUK/UPUK-númeri áður
en hægt er að nota SIM/USIM-kortið aftur.
Til að læsa takkaborðinu sjálfkrafa eftir tiltekinn tíma velurðu
Sími og SIM-kort
>
Sjálfvirk læsing takka
.
Til að stilla eftir hversu langan tíma tækið læsist sjálfkrafa, þannig að aðeins er hægt að nota það ef réttur læsingarkóði er
sleginn inn, velurðu
Sími og SIM-kort
>
Sjálfv. læsingartími síma
. Sláðu inn tímann í mínútum eða veldu
Enginn
til að gera
valkostinn óvirkan. Þegar tækið er læst er áfram hægt að svara innhringingum og hugsanlega er áfram hægt að hringja í
opinbera neyðarnúmerið sem er forritað í það.
S t i l l i n g a r
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
66

Til að velja nýtt lykilnúmer velurðu
Sími og SIM-kort
>
Númer fyrir læsingu
. Forstillta númerið er 12345. Sláðu inn gamla númerið
og svo það nýja tvisvar. Nýja númerið getur verið 4-255 stafir að lengd. Hægt er að nota tölu- og bókstafi og há- og lágstafi.
Tækið lætur þig vita ef eitthvað er rangt við númerið.
Til að stilla tækið þannig að það biðji um lykilnúmerið ef óþekkt SIM-kort er sett í það velurðu
Sími og SIM-kort
>
Læsa ef skipt
um SIM-kort
. Tækið geymir lista yfir SIM-kort sem það viðurkennir sem kort eigandans.