Nokia E90 Communicator - Opnunar-lyklar

background image

Opnunar-lyklar

Veldu >

Verkfæri

>

Opn.lyklar

.

Sumar skrár, eins og mynda-, tónlistar- eða hreyfimyndaskrár, eru varðar með stafrænum notkunarréttindum. Opnunarlyklarnir

fyrir slíkar skrár geta leyft eða takmarkað notkun þeirra. Til dæmis er hugsanlegt að með sumum opnunarlyklum sé aðeins hægt

að hlusta á tiltekið lag í ákveðinn fjölda skipta. Meðan á spilun stendur er hægt að spóla hratt áfram, aftur á bak eða setja lagið

í bið, en þegar spilun þess er stöðvuð telst það hins vegar hafa verið notað einu sinni.
Til að skoða opnunarlykla þína eftir gerð skaltu velja

Gildir lyklar

,

Ógildir lyklar

eða

Lyklar án notk.

.

S t j ó r n u n t æ k i s o g g a g n a

© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.

73

background image

Til að skoða upplýsingar um lykla velurðu

Valkostir

>

Upplýsingar lykils

.

Fyrir hverja mynd- og hljóðskrá eru birtar eftirfarandi upplýsingar:

Staða

— Staðan er

Opnunarlykill í gildi

,

Opnunarlykill útrunninn

eða

Lykillinn er ekki enn gildur

.

Sending efnis

Leyft

merkir að þú getur sent skrána í annað tæki.

Ekki leyft

merkir að þú getur ekki sent skrána í annað

tæki.

Efni í síma

merkir að ef skráin er geymd í tækinu er slóð hennar birt.

Nei

merkir að viðkomandi skrá er ekki geymd í

tækinu.

Til að virkja lykil ferðu í aðalskjá opnunarlykla og velur

Ógildir lyklar

>

Valkostir

>

Sækja opnunarlykil

. Samþykktu að koma á

nettengingu og verður þér þá beint á vefsvæði þar sem hægt er að kaupa heimildir fyrir skrána.
Til að fjarlægja notkunarheimildir opnarðu flipann fyrir gilda lykla eða flipann fyrir lykla sem ekki eru í notkun, flettir að

viðkomandi skrá og velur

Valkostir

>

Eyða

. Ef fleiri en ein notkunarheimild tengjast sömu skrá verður öllum heimildunum eytt.

Á hóplyklaskjánum eru sýndar allar skrár sem tengjast hópheimild. Ef mörgum hljóð- eða myndskrám hefur verið hlaðið niður

með sömu heimild eru þær allar birtar á þessum skjá. Hægt er að opna hópskjáinn í flipanum fyrir gilda lykla eða ógilda lykla.

Til þess að opna þessar skrár skaltu opna hópheimildamöppuna.
Til að endurnefna hóp velurðu

Valkostir

>

Endurnefna

. Sláðu inn nýtt heiti til að endurnefna hópheimildina.