
Strikamerkjalesari
Veldu >
Verkfæri
>
Strikamerki
.
Strikamerkjalesarinn er notaður til að lesa mismunandi gerðir tvívíðra kóða (t.d. þá sem finnast í tímaritum). Kóðarnir geta
innihaldið upplýsingar eins og vefföng, netföng og símanúmer. Þær eru gefnar til kynna með táknum efst í skjánum og birtast
þau í þeirri röð sem upplýsingar koma upp í.
Strikamerkjalesarinn notar myndavélina í tækinu til að skanna kóðana.
S t j ó r n u n t æ k i s o g g a g n a
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
74

Veldu
Skanna strikam.
til að skanna kóða með myndavélinni. Settu merkið á milli rauðu línanna á skjánum. Upplýsingarnar
birtast á skjánum.
Skannaðar upplýsingar eru vistaðar með því að velja
Valkostir
>
Vista
. Þær eru vistaðar á .bcr skráasniði.
Veldu
Vistuð gögn
til að skoða vistaðar upplýsingar. Ýttu á skruntakkann til að opna kóða.
Ef ekki er ýtt á neina takka í 1 mínútu fer tækið í biðstöðu til að spara rafhlöðuna. Ýttu á skruntakkann til að halda áfram að
skanna og skoða vistaðar upplýsingar.