Nokia E90 Communicator - Kveikt á tækinu í fyrsta skipti

background image

Kveikt á tækinu í fyrsta skipti

1. Haltu rofanum inni.

2. Ef tækið biður um PIN-númer eða öryggisnúmer skaltu slá inn númerið og velja

Í lagi

.

3. Sláðu inn gildandi dagsetningu, tíma og landið þar sem þú ert staddur/stödd, þegar beðið er um það. Flettu upp eða niður

til að skipta á milli f.h. og e.h. Sláðu inn fyrstu stafina í nafni landsins til að velja það. Mikilvægt er að velja rétt land þar sem

tímasett dagbókaratriði geta breyst ef nýtt land er í öðru tímabelti.

Ábending: Þegar þú kveikir á tækinu getur verið að það beri kennsl á símafyrirtæki SIM-kortsins og færi sjálfkrafa inn

réttar stillingar fyrir textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð og GPRS. Ef svo er ekki skaltu hafa samband við

þjónustuveituna til að fá réttar stillingar, eða nota stillingaforritið.

Þegar slökkt er á tækinu slokknar líka á communicator-hlutanum. Til að slökkva á samskiptaaðgerðunum og nota eingöngu

communicator-hlutann ýtirðu stutt á rofann og velur

Ótengdur

. Ótengda sniðið hindrar þig í að kveikja óvart á tækinu, senda

eða taka á móti skilaboðum, nota þráðlaust staðarnet, Bluetooth, GPS eða FM-útvarp. Það lokar einnig öllum þeim

internettengingum sem eru virkar þegar sniðið er valið. Ótengda sniðið kemur ekki í veg fyrir að nýjum þráðlausum

staðarnetstengingum eða Bluetooth-tengingum sé komið á seinna eða að GPS eða FM-útvarp sé endurræst. Fylgdu því viðeigandi

öryggisráðstöfunum þegar þú notar þessa möguleika.