
Loftnet
Í tækinu eru innbyggð loftnet.
Til athugunar: Líkt og gildir um öll tæki sem taka við eða senda útvarpsbylgjur ætti að forðast að snerta loftnet tækisins
að óþörfu þegar það er í notkun. T.d. ætti að forðast að snerta farsímaloftnetið meðan á símtali stendur. Snerting við
sendi- eða móttökuloftnet hefur áhrif á sendigæði, getur valdið því að tækið noti meiri orku en annars er nauðsynlegt
og getur minnkað líftíma rafhlöðu þess.
Myndin sýnir venjulega notkun tækisins, þar sem því er haldið að eyranu.