
SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan eða annar
söluaðili.
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
1. Snúðu tækinu þannig að bakhliðin snúi að þér, ýttu á sleppitakkann (1) og renndu bakhliðinni af (2).
2. Ef rafhlaðan er í tækinu er hún fjarlægð með því að lyfta henni í áttina sem örin vísar.
3. Settu inn SIM-kortið. Snertiflötur kortsins þarf að snúa að tengjum tækisins og skáhornið á SIM-kortinu þarf að vísa að neðri
hlið tækisins.
4. Settu rafhlöðuna í. Tryggðu að rafskaut rafhlöðunnar snerti samsvarandi nema í rafhlöðuhólfinu og settu hana inn í þá átt
sem örin sýnir.
© 2007 Nokia. Öll réttindi áskilin.
8

5. Stingdu krækjunum á bakhliðinni í raufarnar.
6. Renndu bakhliðinni aftur á símann.