Nokia E90 Communicator - Almennar stillingar

background image

Almennar stillingar

Veldu

Valkostir

>

Stillingar

>

Almennar

og svo úr eftirfarandi:

Aðgangsstaður

— Veldu aðgangsstað til að tengjast við vefsíður.

Heimasíða

— Veldu síðuna sem þú vilt nota sem heimasíðuna þína. Veldu

Sjálfgefin

til að nota heimasíðu aðgangsstaðarins,

Notandi tilgreinir

til að slá inn veffang heimasíðunnar,

Nota núverandi síðu

til að nota þá vefsíðu sem er opin eða

Bókamerki

til að nota bókamerkjasíðuna.

Smákort

— Veldu hvort sýna eigi yfirlit síðunnar sem þú opnar efst á opna skjánum.

Listi yfir fyrri síður

— Veldu hvort sýna eigi yfirlit þeirra síðna sem þú hefur opnað efst á skjánum þegar þú vilt fara til baka.

Java/ECMA forskrift

— Sumar vefsíður geta innihaldið forritaskipanir sem geta haft áhrif á útlit síðunnar eða gagnaflutning

á milli vefsíðunnar og vafrans. Veldu

Óvirkt

ef þú vilt ekki nota slíkar forskriftir, til dæmis ef þú átt í vandræðum með að hlaða

niður efni.

Öryggisviðvaranir

— Veldu

Sýna

eða

Fela

til að birta eða fela öryggisviðvaranir sem þú gætir fengið meðan þú vafrar.