Upptökutæki
Veldu >
Miðlar
>
Upptaka
.
Með upptökutækinu er hægt að taka upp allt að 60 sekúndna langt talboð, vista talboðið sem hljóðskrá og spila hljóðskrána.
Upptökutækið styður AMR-skrársnið.
Ýttu á raddtakkann til að kveikja á upptökutækinu. Ef þú ert skráð/ur inn í kallkerfið virkar raddtakkinn sem kallkerfistakki og
kveikir ekki á upptökutækinu.
Til að taka upp talboð skaltu velja
Valkostir
>
Taka upp hljóð
. Veldu
Hlé
til að gera hlé á upptöku og
Taka upp
til að halda
upptöku áfram. Veldu
Stöðva
þegar þú lýkur upptöku. Hljóðskráin vistast sjálfkrafa í möppunni Hljóðskrár í Galleríi.
Hámarkslengd raddupptöku er 60 sekúndur, en fer einnig eftir því hversu mikið geymsluminni er laust í tækinu eða á
minniskortinu.